- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Um 40 skóla hringinn í kringum landið bjóða upp á skólahreysti sem hluta af skyldunámi og þannig er því fyrirkomið í Borgarhólsskóla. Í dag fór fram Skólahreysti á Norðurlandi í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Þau Einar Örn Elíasson, Elísabet Ingvarsdóttir, Halla Bríet Kristjánsdóttir, Jakob Gunnar Sigursson skipa lið skólans. Sömuleiðis er liðið skipað tveimur varamönnum, þeim Arnari Inga Hrólfssyni og Jóhönnu Heiði Kristjánsóttur. Þjálfari liðsins er Selmdís Þráinsdóttir, íþróttakennari.
Keppt er í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut. Lið Borgarhólsskóla skipaði að lokum sjöunda sæti af tíu. Vel gert Borgarhólsskóli. Krakkarnir stóðu sig reglulega vel og voru skólanum sínum og samfélagi til sóma. Sömuleiðis fór vösk sveit nemenda á unglingastigi til að horfa á keppnina, hvetja og styðja sitt lið.
Skólahreysti er viðurkennd af og nýtur opinbers stuðnings menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, norrænu ráðherranefndarinnar, Íþrótta & Ólympíusambands Íslands og sveitarfélaga.
Vösk sveit stuðningsfólks úr skólanum, prýdd grænum lit.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |