- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í dag og næstu daga dillum við okkur við ljúfa tóna sem berast úr öllum áttum í skólanum því það stendur yfir Afrónámskeið í tónlistarskólanum. Nemendur úr 4. og 5. bekk eru þátttakendur á námskeiðinu og einnig marimbakennarar tónlistarskólans en þeir sáu um að skipuleggja námskeiðið. Gestakennarar frá Svíþjóð og Noregi leiða kennsluna.
Gestakennarar verða með tónleika föstudaginn 14. sept. kl. 20:00 í sal Borgarhólsskóla. Einnig munu þátttakendur námskeiðsins verða með tónleika í sal Borgarhólsskóla laugardaginn 15. sept. kl. 14:00.
Enginn aðgangseyrir verður á þessa tónleika og það eru allir hjartanlega velkomnir!
Myndir má sjá hér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |