Föstudaginn 27. nóvember komu góðir gestir í skólann. Það voru
listamennirnir Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur. Þeir voru með dagskrá um Stein Steinarr rithöfund. Þessi dagskrá er í boði
rithöfundasambands Íslands. Nemendur í 6. 7. 8. og 9. bekk nutu þessarar dagskrár sem var í senn bæði fjölbreytt og fróðleg. Við
þökkum þeim félögum kærlega fyrir komuna.