Alþjóðadagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar gerðu áttunda september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það er mikil umræða um læsi og lestur í íslensku samfélagi. Það skiptir máli að vekja athygli á mikilvægi læsis. Fjöldi rannsókna sýna að þátttaka foreldra í námi barna sinna styrkir þau í lestri.

Þegar hugtakið læsi ber á góma leiða mörg fyrst hugann að umskráningarferli lestrar, því að þekkja stafi og hljóð og geta lesið texta með því tengja saman stafatákn og hljóðmyndir. Sú færni er vissulega mikilvægur þáttur í læsi en til að gagn verði af lestrinum er nauðsynlegt að geta túlkað og skilið það sem lesið er. Í dag er læsi því skilgreint sem þekking og leikni til skynja, skilja, túlka, gagnrýna og miðla texta í víðum skilningi. Læsiskennsla felur þar af leiðandi í sér fjölbreytta vinnu með mál, samskipti og miðlun.

 

Það er margt sem foreldrar geta gert til að efla lestraráhuga:

  • Gefið barninu tíma
  • Hvatt barnið áfram þegar það reynir að lesa og skrifa
  • Séð til þess að á heimilinu hafi barnið aðgang að blýöntum, litum, pappír og stöfum úr plasti sem hægt er að leika sér með
  • Hjálpað barninu við að púsla einföld orð
  • Skrifað einföld orð í sand, snjó eða á annan hátt
  • Skrifað nafn barnsins á hluti sem það á
  • Leyft barninu að fylgjast með fullorðnum skrifa
  • Lesið fyrir og með barninu á kvöldin fyrir svefninn
  • Tekið þátt í leik barnsins með því að skrifa lista eða annað viðeigandi sem tengist leiknum
  • Hjálpað barninu að búa til myndskreytta bók og ef áhugi er fyrir hendi að skrifa texta við myndirnar
  • Sagt sögur í bílferðum
  • Hlustað á barnið lesa heimalesturinn
  • Lesið fyrir og með barninu, jafnvel þó barnið sé farið að lesa sjálft – rætt efni textans og virkjað börnin í lestrinum. Sett efnið í samhengi við reynslu barnsins og daglegt líf.
  • Áríðandi er að finna út áhugasvið barnsins og hjálpa því að leita að bókum og tímaritum um efnið. Mikilvægt er að sýna áhugamáli barnsins þá virðingu að það skynji einlægan áhuga foreldrisins á efninu
  • Farið á bókasafnið vikulega og sjá til þess að gott aðgengi að bókum eða tímaritum sé alltaf við höndina
  • Sótt hljóðbækur á bókasafnið eða storytel

 

HÉR má sjá leiðir til stuðnings við heimalestur.