Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti
Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.

Í tilefni dagsins var póstkortum dreift á nemendur. Á póstkortunum er mynd af eineltishringnum sem allir ættu nú að kannast við eftir heimanám í síðasta mánuði. Kennarar gerðu leik úr dreifingunni sem fólst í að bekkjarfélagar skrifuðu jákvæð og uppbyggileg hugtök á bakhlið korts bekkjarfélaga sinna. Allir ættu því að koma heim í dag með jákvæð og góð póstkort sem vert er að geyma og halda á lofti heima fyrir.


Athugasemdir