Alþjóðlegur dagur gegn einelti.

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn einelti.

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk hófu daginn á skólasöng Borgarhólsskóla. Á yngsta stigi komu nemendur saman á Mána, héldust í hendur og sungu af innlifun við undirleik Line. Nemendur á mið- og unglingastigi komu saman í salnum og sungu skólasönginn við undirleik nemenda.

 

Skólasöngur Borgarhólsskóla

Við erum hér öll
nemar í Borgarhólsskóla
og bærinn okkar heitir Húsavík.
Í skóla sem vill gera okkur
góða og fróða
og lífskraftinn byggja upp
meðan dagur rís.

Því að, gæfan er fólgin í gleðinni,
góðseminni og eljunni
og vináttan stuðlar að betri lífsleikni.

Höfundur/höfundarréttur
Hólmfríður Benediktsdóttir