- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Jólaandinn var áþreifanlegur í skólanum þegar nemendur með bros á vör og fullir metnaðar unnu að sínum verkefnum. Nemendur 1. og 6. bekkjar gerðu stóran aðventukrans sem prýðir nú sal skólans. Nemendur 5. og 10. bekkjar unnu með jólatréð, bjuggu til jólaskraut og sáu um að skreyta tré skólans sem stendur í salnum. Allir nemendur fóru á söngsal og sungu saman jólalögin af mikilli innlifun. Í sal skólans var jóladiskótek þar sem eldri nemendur dönsuðu við þá yngri, fugladansinn, súpermann og fleiri góð lög.
Litlu jólin voru einmitt haldin í dag þar sem nemendur komu saman í sínum stofum, áttu saman notalega stund og fögnuðu svo jólunum saman í salnum. Að venju sýna nemendur 1. bekkjar helgileik. Stórsveit Tónlistarskólans lék svo undir þegar dansað var í kringum jólatréð. Nemendur og starfsfólk fóru svo í jólafrí eftir vel heppnaða daga, allir sælir og glaðir. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 3. janúar næstkomandi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |