Árshátíð unglingadeilda

Árshátíð unglingadeilda var haldin við hátíðlega athöfn föstudaginn 13...Árshátíð unglingadeilda var haldin við hátíðlega athöfn föstudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Eftir mikinn spenning og undirbúning nemenda rann stundin upp og kl. 19:00 opnaði húsið. Búið var að breyta salnum og næstu herbergjum í glæsilegan veislusal.

Unglingarnir voru ekki síður glæsilegir þetta kvöldið og er óhætt að segja að allir hafi verið í sínu fínasta, bæði skapi og fatnaði. Matur var frá Sölkumönnum, borinn fram af hlaðborði eins og þeirra var von og vísa. Skemmtiatriðin voru hvert öðru glæsilegra og mátti heyra hlátrasköllum úr öllum hornum meðan þau voru í gangi. Hápunktur skemmtiatriðanna var svo stjörnumessan, þar sem nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir eðlilegustu og óeðlilegustu hluti og verknaði hversdagsins. Aðal verðlaunin eru herra og frú Borgarhólsskóli og voru þau að þessu sinns Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir og Stefán Júlíus Aðalsteinsson. Einnig voru valin herra og frú árshátíð og voru það Helga Gunnarsdóttir og Benedikt Jóhannsson sem hrepptu titilinn þetta kvöldið. Öllu lauk þessu svo með því að Jakob Pálmi, fyrrverandi nemandi skólans, þeytti skífum til kl. 01:00 við mikinn fögnuð viðstaddra og er óhætt að segja að stemmingin hafi verið rafmögnuð á köflum.
Það er óhætt að segja að þessi samkoma hafi verið hin glæsilegasta og unglingunum til mikils sóma og sérstaklega var gaman að sjá hvað allir voru ákveðnir í að skemmta sér vel með skólafélögunum.

Hafþór Hreiðarsson var með myndavélina á lofti fyrir okkur framan af kvöldi og myndirnar hans má sjá hér. Seinna koma inn myndir frá Stjörnumessunni.

UÞG