Árshátíð unglingadeilda Borgarhólsskóla var haldin föstudagskvöldið 26...
Árshátíð unglingadeilda Borgarhólsskóla var haldin
föstudagskvöldið 26. nóvember. Undirbúningur hefur staðið yfir síðan snemma í haust undir stjórn Unnars Þórs og
Kristjönu Maríu. Að venju lagði árshátíðarnefnd skólans talsvert í skreytingar á salnum og Erling Þorgrímsson var
mættur til að hafa yfirumsjón með ljósum og öðrum tæknimálum. Við það vinna einnig nemendur í tæknivali skólans.
Allar bekkjardeildir voru með skemmtiatriði sem tókust afar vel og skemmtiatriði kennara sló að sjálfsögðu í gegn. Ekki má
gleyma Stjörnumessunni sem flestum finnst ómissandi. Þar eru nokkrir tilnefndir fyrir „ýmsa kosti“ og einn útvalinn. Nemendur skemmtu sér
hið besta og voru til fyrirmyndar í alla staði.