Árshátíð unglingastigs - Borgó best

Hljómsveitin Fjórir dagar & 8 nætur
Hljómsveitin Fjórir dagar & 8 nætur
Fyrir nokkru fór fram árshátíð unglingastigs skólans. Hátíðin var með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Hver árgangur var með skemmtiatriði og mæta nemendur í sínu fínasta pússi, borðað, hlegið og dansað fram á nótt.

Fyrir nokkru fór fram árshátíð unglingastigs skólans. Hátíðin var með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Hver árgangur var með skemmtiatriði og mætttu nemendur í sínu fínasta pússi, borðuðu, hlógu og dönsuðu fram á nótt.

Árshátíðarnefndin hóf hátíðina með laginu Borgó best með vísan í lagið Gaggó Vest. Nemendur 8. bekkjar voru með tónlistaratriði þar sem nokkrir drengir stofnuðu hljómsveit, sömdu lag og texta og fluttu. Nemendur 9. bekkjar höfðu unnið nokkur stutt gamanmyndbönd þar sem þeir léku hin ýmsu hlutverk. Nemendur í 10. bekk fluttu lagið Let it go úr myndinni Frozen með tilþrifum enda þeirra síðasta árshátíð.

„Það var meiri stemning á þessari árshátíð en áður af því að þetta er síðasta árshátíð okkar allra í 10. bekk“, segja þau Alexandra Dögg og Davíð Atli, frú og herra Borgarhólsskóli á þessu skólaári um hátíðina. Þau bæta við að salurinn hafi verið vel og fallega skreyttur. Það var gaman að ganga inn rauða dregilinn. „Við erum ánægð með nefndina, allt rosalega flott og skemmtileg skemmtiatriði. Alltaf gaman að dansa gömlu dansana því þá taka flest allir þátt. Svo var maturinn mjög góður“. Það var veitingastaðurinn Salka sem sá um matinn.

Venju samkvæmt var starfsfólk skólans með atriði sem sló í gegn. Bóas Gunnarsson þeytti svo skífum eða smellti á takkana fram eftir nóttu og virtust allir skemmta sér vel.

Árshátíðarnefndin 2015 - 2016

 

Nemendur 10. bekkjar

Nemendur 9. bekkjar

Nemendur 8. bekkjar