- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Höfundamiðstöð rithöfundasambands Íslands býður grunnskólum landsins upp á bókmenntadagskrá undir nafninu Skáld í skólum. Höfundar sækja skólana heim til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Þeir tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði. Verkefnið er á sínu 14. starfsári og hefur fyrir löngu sannað sig sem ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins, en hátt í 70 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf fyrst göngu sína 2006.
Þau Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason heimsóttu skólann í morgun og fjölluðu á fjörugan hátt um töframátt bóka og hvernig þær geta breytt heimi okkar. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk hlýddu á og spurðu þau spjörunum úr.
Eva Rún skrifar skáldsögur fyrir börn og hefur m.a. sent frá sér þríleikinn um Lukku og hugmyndavélina. Auk þess kennir hún ritlist og starfar við dagskrárgerð á RÚV og kemur að verkefnum eins og Stundinni okkar og Krakkafréttir. Sævar Helgi Bragason er margverðlaunaður fræðimaður og skrifar bækur fyrir börn og fullorðna. Hann hefur m.a. sent frá sér bækurnar Svarthol og Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. Hann starfar sömuleiðis á RÚV við dagskrárgerð.
Eva Rún og Sævar Helgi með örkennslu í að skrifa sögu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |