- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.
Undanfarin ár höfum við unnið að ýmsum viðfangsefnum í tengslum við þennan dag. Þessa vikuna standa yfir þemadagar í skólanum okkar þar sem nemendur vinna með vinabekkjunum sínum. Nemendur og starfsfólk skólans hittust á söngsal í tilefni dagsins, sungu saman skólasönginn okkar, um vináttuna og já, eitt jólalag. Dagurinn í dag var grænn dagur sem tákn um þann sem verndar aðra gegn einelti.
Hér má finna efni á vefsvæði Menntamálastofnunar varðandi viðfangsefni dagsins fyrir foreldra, börn og ungmenni og fagfólk sömuleiðis.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |