Bekkjarkvöld

Nemendur í 1. bekk að spila
Nemendur í 1. bekk að spila
Haldin hafa verið nokkur bekkjarkvöld nú á haustönn...
Haldin hafa verið nokkur bekkjarkvöld nú á haustönn. Fimmtudaginn 9.nóvember var fyrsta bekkjarkvöld vetrarins hjá 1. bekk í 16. stofu. Það var spilakvöld og komu nemendur með spil að heiman og spiluðu ásamt foreldrum. Mjög góð mæting var sem er mjög ánægjulegt. Einnig var bekkjarkvöld hjá 7. bekk í 5. stofu í sal skólans mánudaginn 13. nóvember. Mæting var góð þrátt fyrir vont veður. Nemendur, foreldrar og systkini skemmtu sér vel í leiktækjum sem eru í salnum. Einnig var boðið upp á snakk, popp og dús.   Þrjár stúlkur úr bekknum voru með söng- og dansatriði sem vakti mikla lukku.

Myndir frá bekkarkvöldi í 1. bekk í 16. stofu

Myndir frá bekkjarkvöldi í 7. bekk í 5. stofu