Benedikt Þór Jóhannsson varð Norðurlandsmeistari í skák í flokki 13 – 15 ára...
Benedikt Þór Jóhannsson varð Norðurlandsmeistari í skák í flokki 13
– 15 ára. Áður hafði hann sigrað í skólaskákmóti Borgarhólsskóla og síðar í
héraðsmóti. Hann fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum og varð jafn Ulker Gasanova. Þau háðu síðan einvígi um titilinn
og hafði Benedikt sigur. Hann fékk farandbikar til varðveislu næsta árið og einnig eignabikar.
Hlynur Snær Viðarsson varð í 1. sæti á héraðsmóti yngri skákmanna, Valur Heiðar
Einarsson í 2. sæti og Ágúst Már Gunnlaugsson í því 4. Þeir eru allir í 5. bekk í 6. stofu en mikill
skákáhugi er í bekknum.
Óskum þessum efnilegu skákmönnum til hamingju með góðan
árangur og vonum að fleiri laðist að þessari hollu íþrótt sem skákfélagið Goðinn hefur hleypt lífi í upp á
síðkastið.
HV