- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk taka þátt í BEBRAS-áskoruninni sem er framkvæmd í upplýsingatæknikennslustundum um miðjan nóvember næstkomandi. Áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni.
Nemendur hafa tekið prufuáskoranir að undanförnu sem gekk vel en skólinn hefur ekki áður tekið þátt í þessu verkefni. Ísland hefur tekið þátt í BEBRAS áskoruninni með góðum árangri frá árinu 2015 og þá tóku 475 nemendur þátt og flestir voru þeir 2045 árið 2017.
Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu Bifur á litháísku. Hún fékk hugmyndina þegar hún var að ferðast um Finnland árið 2003 og hugmyndinni er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Hún ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Til gamans bendum við á að nóg efni er til á Youtube ef áhugi er fyrir að skoða hvernig bifurinn vinnur - kannski áhugavert þar sem dýrið finnst ekki á Íslandi og þekkja krakkar því ekki dýrið vel.
Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og var með yfir 500.000 þátttakendur árið 2012. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni
Eitt af markmiðum Valentinu Dagiene var að gera Bebras að alþjóðlegu átaki í fræðslu um upplýsingatækni í skólum. Fjöldi Evrópulanda hafa bæst í hópinn en Eistland, Þýskaland, Holland og Pólland voru fyrst til að bætast í hópinn árið 2006. Árið 2008 bættust Austurríki, Lettland og Slóvakía í hópinn. Árið 2009 hélt Ítalía fyrstu innanlandskeppnina sína og Finnland og Sviss gerðu það sama 2010. Frakkland, Ungverjaland og Slóvenía bættust í hópinn árið 2011 ásamt því að Japan var fyrsta landið utan Evrópu til að halda innanlands Bebras áskorun. Sama ár gerðu Belgía, Canada, Kýpur, Ísrael og Spánn prufuáskoranir fyrir nemendur sinna landa. Árið 2012 bættust síðan Búlgaría, Svíþjóð og Taivan í hópinn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |