Miðvikudaginn 29...
Miðvikudaginn 29. nóvember var binda og pilsadagur í skólanum bæði hjá nemendum og starfsfólki. Margir tóku þessari
áskorun og mættu með bindi eða í pilsi og sumir voru bæði í pilsi og með bindi. Þetta er í þriðja skiptið sem haldnir
eru svona dagar í skólanum. Fyrr í vetur var rauður dagur og síðan grænn. Þá mætti fólk í fötum í
þessum litum. Þetta setti skemmtilegan svip á skólalífið. Nú er bara að vita hvers konar dagur kemur næst.