Björgunarsveitarval

Undanfarna daga hefur mikið verið um að vera hjá björgunarsveitar-ungliðunum okkar...
Undanfarna daga hefur mikið verið um að vera hjá björgunarsveitar-ungliðunum okkar. Síðastliðinn fimmtudag fengu þau m.a. fyrirlestur um köfun og á laugardaginn að fara í sundlaugina og prófa bæði að kafa reyna sig við kajaka. Skemmtu krakkarnir sér konunglega þótt ekki væri mjög hlýtt í veðri.
Á sunnudag fóru þau svo með björgunarsveitinni í Fossselsskóg að sækja þau jólatré sem björgunarsveitin mun síðan selja bæjarbúum líkt og undanfarin ár.
Sóttu þau á milli 40 og 50 tré og stóðu sig alveg frábærlega vel. Allir hjálpuðust að við að saga niður trén og bera þau út úr skóginum þar sem þau voru sett upp á kerru og flutt til Húsavíkur.