- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Við ætlum að hafa bláan dag, miðvikudaginn 2. apríl n.k. í tilefni af
alþjóðlegum degi einhverfunnar. Um heim allan er fólk hvatt til að klæðast
bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu og í ár ætlum við
að taka þátt. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á
miðvikudaginn. Áhugasamir eru hvattir til að smella
myndum af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um
málefni barna með einhverfu. Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má
endilega merkja þær #blar2april og #einhverfa. Þannig má taka þátt í að
breiða út boðskapinn og vekja athygli á þessu góða málefni sem snertir svo
marga.
Athyglisverðar staðreyndir um einhverfu:
1 af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi
Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 fimm sinnum meiri en hjá stúlkum
Einhverfa er fötlun - ekki sjúkdómur (algengur misskilningur) og því
ólæknandi
Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi
þjálfun eins fljótt og hægt er.
Einhverfa er röskun á taugaþroska barna.
Röskunin hefur áhrif á félagslega færni, tjáskipti og getur komið fram í áráttukenndri hegðun svo dæmi séu nefnd. Börn með einhverfu skynja veröldina á
annan hátt en aðrir og mæta áskorunum á degi hverjum. Með því að vera meðvituð um vanda barnanna getum við haft áhrif á umhverfi þeirra og hjálpað þeim að takast á við hindranir sem okkur sjálfum gætu þótt lítilvægar en geta reynst þeim mikil þraut. Hafa ber í huga að einhverfa er mjög persónubundin og brýst út með ólíkum hætti. Þeir sem greindir eru með röskun á einhverfurófi eru jafn
ólíkir og þeir eru margir alveg eins og við hin.
Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu á miðvikudag!
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |