Borgarhólsskóli í skólahreysti

Silfurliðið
Silfurliðið
Fjórir fulltrúar nemenda kepptu í skólahreysti fimmtudaginn 8...
Fjórir fulltrúar nemenda kepptu í skólahreysti fimmtudaginn 8. mars. Þetta voru þau Selmdís í 9. bekk og Hafrún, Halldór og Davíð Fannar úr 10. bekk. Það voru níu skólar af Norðurlandi sem kepptu í þessum riðli.  Okkar fólk stóð sig með prýði og lenti í öðru sæti. Það var aðeins hálft stig sem skildi að fyrsta og annað sætið.
 

Þáttur um keppnina var sýndur á Skjá einum 13. mars og verður sýndur aftur 18. mars.   Þátturinn verður svo settur inn á netið á vefsíðu Skjás eins.

 Hægt er að nálgast upplýsingar um keppnina á þessari vefsíðu: www.icefitness.is

Hér er hægt að sjá myndir af þátttakendunum frá Húsavík

Horfa á þátt