- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta er í þriðja skipti sem Fiðringur fer fram og í ár tóku tíu skólar þátt af Norðurlandi. Keppnin fór fram í Hofi á Akureyri
Fiðringur hefur verið skylduvalgrein meðal nemenda í áttunda, níunda og tíunda bekk. Leiðbeinandi hópsins er Arnþór Þórsteinsson. Nemendur sömdu sitt eigið atriði og hafa æft af kappi alla vorönnina undir handleiðslu Arnþórs og er mikil áhersla lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð, hugmyndin og útfærslan kemur frá nemendum sjálfum. Einnig sér hópurinn alfarið um listræna útfærslu hvað varðar búninga, leikmynd, sviðhreyfingar, ljós og hljóð þannig að þátttaka í Fiðringi er heljarinnar skóli í sjálfu sér. Hápunkturinn er svo að hitta hin liðin og sýna afraksturinn á leiksviði með allri leikhústækninni og töfrunum. Atriðið fjallar um samspil einstaklinga og gervigreindar. Keppnin verður aðgengileg síðar í spilara RÚV.
Við erum reglulega stolt og ánægð með nemendur okkar. Til hamingju með sigurinn.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |