- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það geisar heimsfaraldur, samkomubann í gildi og ferðatakmarkanir. Tilveran hefur tekið talsverðum breytingum á stuttum tíma. Foreldrar eru hvattir til að draga úr því að börn sín séu á annarra heimilum og ferðast innanhúss í staðinn. Þá viðast tölvan, síminn og internetið sem heillandi heimur. Eðlilega.
UNICEF og fjölmargar samstarfsstofnanir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki, skóla og foreldra til að verja börn frá hættum í netheimum. En samkvæmt mælingum eru börn í aukinni hættu á að verða fyrir netofbeldi nú þegar daglegt líf þeirra hefur í auknum mæli færst yfir í netheima vegna COVID-19 heimsfaraldursins.
Skjátími hefur aldrei í sögunni verið meiri en nú. Skólatakmarkanir og samkomubönn gera það að verkum að fjölskyldur treysta nú á tæknina og stafrænar lausnir til að halda börnum við efnið í námi, afþreyingu og til að halda sambandi við umheiminn. En börn skortir oft nauðsynlega kunnáttu, þekkingu og þroska til að varast hinar ýmsu hættur sem að þeim steðja í netheimum.
Mikil tölvu- og netnotkun barna gerir þau eðlilega berskjölduð gagnvart þessum hættum. Ofbeldi, kynferðisleg misnotkun og einelti eru aðeins nokkrar af þessum hættum sem af netníðingum stafa. Í leiðbeiningum kemur fram að skortur á samskiptum milli fólks, augliti til auglits kunni að leiða til þess að pör og vinir taki aukna áhættu eins og með að senda myndefni sín á milli eða og að aukinn tími barna eftirlitslaus á netinu geri þau berskjölduð fyrir skaðlegu efni og neteinelti.
Stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki, skólastarfsmenn og foreldrar eru hvattir til að vera á varðbergi, gera nauðsynlegar ráðstafanir og tryggja öryggi barna á meðan á aðgerðum vegna COVID-19 stendur.
Líf barna hefur skroppið saman og einskorðast nú við heimili þeirra og skjái. Við verðum að vísa þeim veginn í þessum nýja raunveruleika. Það er mikilvægt að mennta börnin og aðstoða þau í að nota internetið á öruggan hátt.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |