- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Á hverjum tíma stöndum við á ákveðnum krossgötum. Sem þjóð erum við nýkomin út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þegar við vorum rétt farin að sjá fyrir endann á veirufaraldrinum réðust Rússar inn í Úkraínu. Síðustu ár hafa því einkennst af ákveðinni óvissu og ókyrrð í samfélaginu. Þegar óvissa ríkir reynir almenningur að leita sér upplýsinga sem hægt er að treysta. En á óvissutímum opnast jafnframt möguleiki fyrir ýmsa aðila á að fylla upp í tómarúmið með falsupplýsingum og upplýsingaóreiðu.
Foreldrafélag skólans fékk Skúla Geirdal, verkefnastjóra hjá Fjölmiðlanefnd til að fjalla um börn og miðlalæsi fyrir foreldra. Upplýsinga- og miðlalæsi er mikilvægt til að efla gagnrýna hugsun þannig að almenningur geti dregið skynsamar ályktanir af þeim upplýsingum sem verða á vegi hans. Aðgangur að traustum upplýsingum er forsenda upplýstrar umræðu. Á síðustu árum hefur dreifing falsfrétta og upplýsingaóreiðu færst mjög í aukana á stafrænum miðlum á sama tíma og netið er að verða stærri og mikilvægari samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu. Tæknibreytingar hafa gert það að verkum að auðveldara er að dreifa upplýsingum og að sama skapi erfiðara að greina uppruna og sannleiksgildi hinna ýmsu upplýsinga. Mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis hefur því aldrei verið meira.
Þátttaka foreldra var góð og við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þennan fyrirlestur. Um leið viljum við hvetja foreldra til að kynna sér vefinn miðlalæsi þar sem má finna fróðlegt og gagnlegt efni; myndbönd, glærur og ráðleggingar fyrir foreldra og fjölskyldur, sjá https://midlalaesi.is/
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |