Brúðuleikhús

Mánudaginn 14...
Mánudaginn 14. apríl fóru nemendur úr 1., 2. og 3. bekk í heimsókn á leikskólann Grænuvelli þar sem þeir fengu að horfa á brúðuleikarann Bent bauð upp á brúðuleiksýningu á Einari Áskeli. Önnur sýning var strax á eftir og fengu nemendur Grænuvalla að horfa á hana. Borgarhólsskóli og Foreldrafélag Grænuvalla buðu á þessa sýningu og fengu einnig styrk frá sóknarnefnd Húsavíkurkirju.
Nemendur skemmtu sér vel yfir Einari sem var að smíða þyrlu og fór svo með pabba sinn í ævintýralega þyrluferð um frumskóg og fleira. Kötturinn Mjási breyttist í ljón og apar sveifluðust um í skóginum. Þetta hitti í mark hjá börnunum og ekki spillti svo fyrir að allir fengu að klappa Mjása eftir sýninguna
Greinilegt var að mikil vinna hafði verið lögð í að útbúa þetta brúðuleikrit og voru brúðurnar og sviðið mjög flott.
HBP

Athugasemdir