Byrjendalæsi

Á yngsta stigi í Borgarhólsskóla er unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis. Það er hægt að lesa sér til um Byrjendalæsi á heimasíðu skólans undir þróunarverkefni.

Á yngsta stigi í Borgarhólsskóla er unnið eftir aðferðum Byrjendalæsis. Það er hægt að lesa sér til um Byrjendalæsi á heimasíðu skólans undir þróunarverkefni.

Í síðustu viku unnu nemendur 4. bekkjar með söguna um Gilitrutt. Vinna hófst á því að bókin var kynnt og lesin í heimakrók. Þar fóru fram ítarlegar umræður um söguna. Síðan lásu nemendur saman í gagnvirkum lestri, drógu út orð sem þau skildu ekki, skoðuðu þau og skrifuðu niður skýringar. Í tæknilegri vinnu unnu nemendur í Hringekju með nafnorðin í sögunni, flokkuðu eftir kyni, unnu með eintölu/fleirtölu og fl. Vinnan náði yfir fleiri námsgreinar en íslensku. Í tölvu og upplýsingamennt lærðu nemendur að vinna með ritvinnsluforrit þar sem þeir skrifuðu sínar eigin útgáfur af tröllaævintýrum og teiknuðu myndir. Í samvinnu við list- og verkgreinar bjuggu nemendur síðan til Gilitrutt sjálfa. Eins og myndirnar sýna er útkoman af vinnunni með Gilitrutt bæði skemmtileg og skrautleg.  

Fleiri myndir i myndaalbúmi.


Athugasemdir