- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er staðfest covid smit meðal nemanda í fjórða bekk Borgarhólsskóla. Nemendur í teymi 4. – 5. bekk þurfa ýmist í sóttkví eða smitgát eftir því sem tölvupóstur til foreldra þessa teymis segir til um. Foreldrar þurfa sjálfir að skrá börn sín samkvæmt fyrirmælum.
Við óskum eftir því að nemendur í fjórða og fimmta bekk komi ekki í skólann fyrr en seinna hraðpróf reynist neikvætt. Sú ákvörðun er tekin vegna ástandsins í samfélaginu og vegna þess hversu hratt smitið getur breiðst út. Þrátt fyrir að smitgát heimili börnum að sækja skóla þá hafa nemendur skólans mögulega snertingu við marga aðra nemendur skólans og ekki hægt að einangra þá sem eru í smitgát.
Við biðjum ykkur að skrá börnin sem fyrst og sömuleiðis að þau forðist mannamót og samveru með öðrum börnum.
Nemendum býðst að fara í hraðpróf á morgun, sunnudag og síðara prófið á þriðjudag.
Við skráningu sendist strikamerki fyrir hraðpróf og síðar annað strikamerki fyrir hraðpróf á fjórða degi frá skráningu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |