Fimmtudagur 12...
Fimmtudagur 12. febrúar
Morgunmatur var snemma þennan dag. Eftir hann fóru allir í rútu og upp í sveit. Okkur var skipt
í þrjá hópa og fóru allir hópar á hvern stað. Við byrjuðum á Eiríksstöðum þar sem er eftirlíking
af víkingahúsi. Eiríkur Rauði átti heima á þessu svæði og Leifur Heppni fæddist þar.
Húsið var mjög flott og þar var
leiðsögumaður í víkingafötum. Hann sýndi okkur sverð, skjöld hjálma og spjót og fleira frá víkingtímum.
Síðan fórum við á Stóra Vatnshof en þar er sauðfjárrækt. Bóndinn þar fræddi okkur um hana og sýndi okkur kindurnar
sínar. Og loks fórum við á Erpsstaði þar sem við skoðuðum fjós bæði gamalt og nýtískulegt með róbót sem
mjólkar kýrnar. Að þessu loknu fórum við heim og fengum hádegismat. Eftir hann var smá frjáls tími en síðan hófust
Laugaleikarnir. Þar var keppt í ýmsum þrautum og við skemmtum okkur öll mjög vel. Síðan var aftur frjálst fram að kvöldmat en
við fengum kjúkling og franskar síðasta kvöldið. Um kvöldið var síðan dragshow og drottningin Rán (Sindri) vann með glæsibrag.
Eftir það var sundlaugarpartý með dúndrandi. Það var þvílíkt fjör í lauginni og góð þátttaka. Í
enda kvöldsins horfðum við á myndband sem hafði verið sett saman um dvöl okkar á Laugum. Síðan fór fram verðlaunaafhending og vann
hópur 1 Subbulegu svamparnir, Laugaleikana og stigagjöfina. Svo voru gefin fullt af öðrum verðlaunum t.d. Húsmóðir vikunnar (Stefán Óli)
Ræðumaður Lauga (Axel) og Player Lauga (Jóney). Eftir þetta fengum við skúffuköku í kvöldhressingu og síðan átti að fara
að hátta. Þetta var rosalega skemmtileg ferð og við lærðum margt skemmtilegt.
Sigurveig, Elma, Lilja, Anna Jónína, Magnea, Erla og Sylgja.
Miðvikudagur 11. febrúar:
Morgunmatur að venju kl. 8:30 og tímar hófust kl. 9:30. Fyrstu tímarnir voru
kappræður (sem stelpurnar unnu) , félagsvist, galdrar, (rúnir og alls konar galdrar). Næst var fengist við auglýsingar,(finna upp vörur og
þjónustu og gera viðeigandi auglýsingar), sirkusbrögð. Eftir hádegismat var haldið áfram í verkefnum fram eftir degi.
Seinni partinn var hægt að fara í sund, íþróttahúsið og tómstundaherbergið og náttúrulega spjalla saman og kynnast
betur.
Eftir kvöldmat var farin óvissuferð með Jörgen en hann kennir mörg verkefnin og er frábær.
Jörgen sagði okkur dularfullar sögur úr sveitinni í gönguferð í rökkrinu og fór á kostum. Síðsta sagan var sögð
inní dimmri kompu við tvö dauf kertaljós. Endaði sagan á því að Magnús norski (sem vinnur hér ) byrjaði að lemja og berja
eitthvað drasl sem glamraði hryllilega í (hér viljum við benda á að Kolbrún Ada fékk næstum hjartaáfall). Allir öskruðu og
rifu hver í annan af hræðslu. Eftir þennan hrylling fóru allir upp í skóla og fengu sér heitt kakó með rjóma og mjólkurkex.
Þetta var mjög skemmtilegur dagur og óvissuferðin toppaði allt.
(Herbergi 211: Lilja, Magnea, Sigurveig, Anna, Elma, Erla, Sylgja)
Þriðjudagur 10. febrúar:
Í dag vöknuðum við kl. 8:00 og morgunmatur var kl. 8:30. Tímar byrjuðu svo kl. 9;30. Sumir byrjuðu í
verkefni sem heitir ,,Kjarkur og þor", aðrir fóru í ,,Leikir og sprell" og enn aðrir á byggðasafnið. Allir fóru í þessa tíma.
Hádegismatur var kl. 12:30 og frjáls tími til kl 14:00. Eftir matinn fór hópur í félagsvist annar í auglýsingar og
síðasti í kappræður. Í kappræðunum voru strákar á móti stelpum og var rætt um snyrtivörur, strákarnir
auðvitað á móti en stelpurnar unnu nú með 5 stiga mun. Eftir miðdagshressingu gengu allir á Tungustapa og hlustuðu þar á
þjóðsöguna frægu um álfana í stapanum. Svo var frjáls tími til kl 18:00 en þá var kvöldmatur. Á
kvölddagskránni var karokí og sungu mjög margir, eins var spilasalurinn, sundlaugin og íþróttasalurinn opinn til kl. 20:00.
Kl. 22 var kvöldhressing og síðan fóru allir að tínast í herbergin.
Þetta var góður og skemmtilegur dagur.
Laugafréttir dagur 1.
Við lögðum af stað kl. 7:35 frá Borgarhólsskóla. Við vorum komin á Lauga ca. 13:30.
Dagskráin hófst kl. 14:00, við fengum fyrst smá að borða. Svo fór einn hópurinn í göngutúr þar sem tveir og tveir voru saman,
annar blindur og svo var skipt. Aðrir fóru í leiki og sprell sem var mjög gaman (Lilja Björk vann í öllu í sínum hóp)og þriðji
hópurinn fór í Að vera í félagi. Þar þurftu hóparnir að búa til félag, finna nafn á það og tilgang. Svo
var skipt þannig að allir prófuðu alla þessa tíma. Eftir þetta var frjáls tími frá 17:00 til 18:00 en þá var kvöldmatur.
Eftir kvöldmat var okkur boðið að vera með á handboltaæfingu og fóru nokkrir í það. Um 20:00 byrjaði brjóstsykurgerð og var
hægt að velja um 4 bragðtegundir jarðaberja, epla, karamellu og lakkrís. Það var mjög gaman að fylgjast með og fá að prófa og ekki
verra að fá svo að eiga smá í poka á eftir. Þetta var mjög góður dagur og allt mjög skemmtilegt.
Lilja Björk, Elma Rún og Sigurveig.