Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal miðvikudaginn 19...
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal miðvikudaginn 19. nóvember að viðstöddum nemendum miðstigs og fjölmörgum gestum.  Daginn 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, bar að þessu sinni upp á sunnudag  og dagurinn því haldin hátíðlegur síðar.
Það er orðin hefð að hefja undirbúning nemenda  7. bekkjar fyrir Stóru upplestarkeppnina með hátíðlegri dagskrá á degi íslenskrar tungu.  Að þessu sinni ávarpaði Sigurður Aðalgeirsson  grunnskólafulltrúi Norðurþings viðstadda og kynnti fyrirkomulag keppninnar.  Nemendur 7. bekkjar fluttu ljóð og sungu við undirleik kennara. Allir nemendur 7. bekkjar eru þátttakendur  í keppninni og  fá þjálfun  í góðum upplestri í skólanum fram í febrúar.  Á upplestrarhátíð í skólanum verða síðan valdir fulltrúar Borgarhólsskóla til að keppa á héraðshátíð  í upplestri sem haldin verður í Safnahúsi Þingeyinga í mars.
Stóra upplestrarkeppnin hefur greinilega skilað góðum árangri á undanförnum árum.  Með því að hefja vandaðan upplestur til vegs og virðingar hlúum við að góðum þáttum í íslenskri menningu.
 
HV