Dagur íslenskrar tungu

Hér var dagurinn sannarlega haldinn hátíðlegur. Það gerðum við m.a. með því að hittast á sal og syngja saman.

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu.

Hér var dagurinn sannarlega haldinn hátíðlegur. Það gerðum við m.a. með því að draga að húni íslenska fánann á lóð skólans og hittast á sal þar sem Halldór Valdimarsson las fyrir okkur um ævi Jónasar Hallgrímssonar. Sigurður Illugason las söguna Stúlkan í turninum og sunginn voru ættjarðarljóð s.s. Ég bið að heilsa með dyggri aðstoð tónlistarskólakennara. Þá opnaði í dag ljóðasýning á Bókasafni Húsavíkur en öll ljóðin eru unninn af nemendum Borgarhólsskóla. Hvetjum við alla til að leggja leið sína þangað og skoða afar skemmtilega og vel uppsetta sýningu. Sýningin er opin til 25.nóvember.

Þessi dagur markar líka upphaf Upplestrarkeppninnar  og fengu nemendur kynningu á henni. „Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni.“

 


Athugasemdir