Dagur íslenskrar tungu

Íslensk tunga
Íslensk tunga
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.

Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Í tilefni að því var haldinn samkoma í Salnum þar sem nemendur miðstigs komu saman. Þær Dagbjört Lilja og Klara Hrund lásu fyrir sér yngri nemendur og tilvonandi þátttakendur í keppninni en þær vermdu annað og fyrsta sæti í keppninni fyrir ári. Tónlistarskólinn bauð upp á tónlistaratriði. Í lok samkomunnar var söngsalur þar sem nemendur tóku vel undir.

Hlustað á ljóðalestur

Tónlistaratriði