Danskennla í Borgarhólsskóla

Nemendur í 6. bekk í danskennslu
Nemendur í 6. bekk í danskennslu
Nemendur í 4...
Nemendur í 4. og 6. bekk voru í danskennslu vikuna 5. – 9. mars. Þeir fengu einn tíma á dag og fór kennslan fram í litla salnum í Íþróttahöllinni.  Einnig fengu nemendur í 8. 9. og 10. bekk einn tíma hver í danskennslu.  Það var Erla Ruth Haraldsdóttir danskennari sem sá um að kenna nemendum réttu sporin. Erla Ruth hefur komið hér síðustu ár.  Þar áður kom Heiðar Ástvaldsson hér á hverju ári og sá um danskennslu.  
Hér fyrir neðan má sjá bréf frá Erlu Rut.
 
Danskennsla í Borgarhólsskóla dagana 5. – 9. mars
 
Ég kom á sunnudeginum 4. mars í glampandi sól og læti, aldrei þessu vant (veðurguðunum hér fyrir norðan hefur verið farið að líka við mig).
Að þessu sinni var ég með 4. bekk eins og verið hefur og svo var ég með 6. bekk. Það þarf ekki að spyrja að því að börnin voru eins og “dansenglar” eins og venjulega, ég segi að það hlýtur að vera eitthvað í vatninu hér á Húsavík. 4. og 6. bekkur voru í 5 daga, klukkutíma í senn og lærðu þau heilan helling.
4. bekkur lærði að dansa; polkaspor, Samba (2 spor), Wals, cha cha (2 spor), Skottís og Ómarskántrý.
6. bekkur lærði; poklaspor á alla vegu, Samba (2. spor) Cha cha (2 spor), Rúmbu (2 spor),Kúrekadans og Partýpolka
Í vikunni komu líka til mín í einn tíma 8. 9. og 10. bekkur og hafa þau öll verið áður í dansi hjá mér og var þetta því eins konar upprifjun. Þau dönsuðu; Wals, Cha cha (2 spor), Partý polka og Jive
 
Ég vil bara þakka fyrir mig og er alltaf jafn ánægð að koma hingað á Húsavík
 
Kveðja Erla Ruth