Dugnaður - vinnusemi

Í vetur eru fjórir hópar á unglingastigi í saumum (hannyrðum)...

Í vetur eru fjórir hópar á unglingastigi í saumum (hannyrðum). Starfið hefur farið mjög vel af stað. Krakkarnir hafa bæði verið jákvæðir og hugmyndaríkir. 1. - 15. nóvember voru verkefnaskil. 8. bekkingar fengu í haust fyrirmæli um að hekla. Þau völdu sér ýmis verkefni t.d. húfur, trefla, töskur ofl. 9. og 10. bekkingarnir áttu að prjóna sokka annað hvort á sig sjálf eða smábörn. Næsta verkefni er tengt jólum og útsaumi.

Myndir frá haustinu.

SJ