Dýrin í Hálsaskógi hjá 10. bekk

10...
10. bekkur Borgarhólsskóla frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi föstudaginn 26. febrúar kl. 20. Leikstjórar eru þau Anna Bergljót Thorarensen og Snæbjörn Ragnarsson.
Þetta er ekki hefðbundin útgáfa af dýrunum sem öll eiga að vera vinir í Hálsaskógi og Hálsaskógur er ekki skógur heldur fangelsi. Dýrin eru því ekki dýr heldur fangar. Textanum hefur þó ekki verið breytt og gengur þetta allt saman fullkomlega upp. Flest lögin fá sömuleiðis að halda sér þó sum séu aðeins stytt frá upphaflegu útgáfunni. Æfingar hafa gengið ljómandi vel og hafa krakkarnir sýnt mikinn dugnað og jákvæðni út í þetta annars óvenjulega verkefni. Þar sem sýningin er ekki þessi hefðbundna Dýrin í Hálsaskógi-sýning þá mælumst við til þess að foreldarar segi börnum sínum frá því og útskýri fyrir þeim að þau séu ekki að fara að sjá hina hefðbundnu Mikka og Lilla, heldur fangana Mikka, Lilla og alla hina fangana.
Sýningar verða sem hér segir:
Föstudaginn 26. febrúar kl. 20 - frumsýning
Laugardaginn 27. febrúar kl. 14 og 17
Sunnudaginn 28. febrúar kl. 17 og 20
Mánudaginn 1. mars kl. 20
Þriðjudaginn 2. mars kl. 20
 
Sýnt verður í Samkomuhúsinu. Miðaverð kr. 1500,- og 1000 fyrir hópa.
Miðapantanir í síma 464-1129 tveimur tímum fyrir sýningu. Sjoppa á staðnum.
Enginn posi.
 
Halla Rún Tryggvadóttir