Efnisgjald nemenda í 1.-7.bekk

Um langt skeið hefur Borgarhólsskóli annast innkaup á verkefnabókum, stílabókum, rúðustrikuðum bókum o...
Um langt skeið hefur Borgarhólsskóli annast innkaup á verkefnabókum, stílabókum, rúðustrikuðum bókum o.fl. nemenda í 1.-7. bekk sem foreldrum ber að leggja börnum sínum til.  Kennarar hafa svo afhent nemendum bækur eftir þörfum.
 
Upphaflega tók skólinn þetta að sér að beiðni foreldra og í samvinnu við foreldrafélagið. Með magninnkaupum fást bækurnar á hagstæðara verði.
 
Gert er ráð fyrir því að sami háttur verði hafður á þetta skólaár.  
 
Efnisgjald er innheimt einu sinni á skólaári og verður það kr. 1700
 
Skólastjóri

Athugasemdir