Einelti

Borgarhólsskóli er Olweusskóli og í vetur er unnið að ítarlegri eineltisáætlun í anda Dan Olweus og höfum við það að markmiði að starfa að einurð gegn einelti...

Borgarhólsskóli er Olweusskóli og í vetur er unnið að ítarlegri eineltisáætlun í anda Dan Olweus og höfum við það að markmiði að starfa að einurð gegn einelti. Stofnað hefur verið eineltisteymi sem í eiga sæti kennarar og námsráðgjafi. Teymið er að vinna að gerð viðbragðs– og forvarnaráætlunar gegn einelti og sér um að koma þeirri aðgerðaáætlun í framkvæmd. Í því felst meðal annars að skýra hvaða leið eineltismál fara, kunni þau að koma upp, og hvernig skuli taka á þeim og hverjir sjá um það. 

Það sem skóli þarf að hafa til að kallast Olweusskóli er meðal annars:
· Áhugi og vitund allra um alvarlegar afleiðingar eineltis.
· Könnun framkvæmd árlega, könnun mun fara fram í nóvember 2010.
· Námsdagur um einelti.
· Bætt eftirlit.
· Umræðuhópar og stofnun stýrihóps eða teymis.
 
Skilgreining á einelti
Einelti á sér stað þegar endurtekið áreiti beinist að einni manneskju í lengri eða skemmri tíma. Í einelti felst misbeiting á valdi, sá kraftmeiri ræðst á þann kraftminni. Einelti á sér stað milli tvegga einstaklinga eða einstaklings og hóps. Einelti getur birst í ýmsum myndum, en algengast er að flokka það í tvo flokka, andlegt og líkamlegt.
Hvetjum við ykkur til að kynna ykkur heimasíðuna olweus.is til frekari upplýsinga.

Athugasemdir