Eldvarnaræfing í Borgarhólsskóla

Í samráði við slökkviliðsstjóra var ákveðið að hafa rýmingaræfingu í skólanum föstudaginn 15...
Í samráði við slökkviliðsstjóra var ákveðið að hafa rýmingaræfingu í skólanum föstudaginn 15.febrúar kl.11:40 og staðsetja eld í húsinu í andyri að vestan og miða rýmingu við það. Tímasetning miðaðist við það að nemendur gætu sem flestir farið heim að henni lokinni nema yngstu nemendurnir sem voru að fara í íþróttaskóla og 10. bekkur sem ætlaði að taka þátt í æfingu með RKÍ þar sem upp var sett fjöldahjálparstöð í skólanum vegna stórslyss og æfð skráning.
Brunakerfi skólans var sett af stað og síðan átti að nota símakerfi skólans til að tilkynna eld. Í ljós kom að kallkerfið virkaði ekki sem skyldi, en það hafði verið sett upp nokkrum dögum áður. Vel gekk að tæma skólann enda höfðum við undirbúið nemendur og leyft þeim að hafa með sér skó og yfirhafnir inn í stofur.Ekki tók nema um 3 mínútur að tæma húsið og safna nemendum fyrir utan skólann þar sem kennnarar fóru yfir sinn hóp og síðan var safnast saman upp í íþróttahöll og nemendum raðað þar saman og þeir síðan skráðir út. Það má segja að æfingin hafi í flesta staði tekist vel og fátt komið upp sem var athugavert nema kallkerfið sem var ekki að virka eins og skyldi. Slökkviliðsstjóri fylgdist með framkvæmdinni og fór um húsið til að ganga úr skugga um að allt væri eins og það ætti að vera.
GH