Eldvarnarvika

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir Eldvarnarátaki um jól og áramót sem hefst með Eldvarnarvikunni í grunnskólum...

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir Eldvarnarátaki um jól og áramót sem hefst með Eldvarnarvikunni í grunnskólum. Þá heimsækja slökkviliðsmenn nemendur í 3. bekk um land allt, veita þeim fræðslu um eldvarnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnargetrauninni. Í morgun kom slökkviliðsstjórinn Jón Ásberg Salomónsson í heimsókn í 3. bekk. Hann fjallaði m.a. um mikilvægi þess að skipta um batterí í reykskynjurum einu sinni á ári, eldhættu út frá kertum, viðbrögð við reyk og eldi, flóttaleiðir á heimilum og neyðarnúmerið 112. Nemendur fengu í hendurnar Eldvarnargetraunina sem þeir vinna heima með foreldrum og verður svo send til LSS.