- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er ýmislegt sem hefur áhrif á hefðbundið skólastarf. Á þessum tíma árs voru nemendur gjarnan fjarverandi vegna gangna og rétta. Það hefur aukist að nemendur fari í utanlandsferðir á skólatíma eða vegna annarra leyfa.
Sjaldan hefur hefðbundið skólastarf í eldri bekkjum raskast eins í lok vikunnar að íslensku óveðri undanskyldu. En um þriðjungur nemenda á unglingastigi er mættur í skólann eða tæplega 30 nemendur. Ástæða þessa er kanadíska poppstjarnan Justin Bieber sem hélt tónleika í Kópavogi í gærkvöldi og heldur aðra í kvöld.
Nemendur sumir hverjir nýttu daginn í skólanum til að vinna að verkefnum tengdu áhugasviði þeirra, lærðu á ýmis smáforrit í símanum sínum eða tölvunni. Aðrir unnu í verkefnum vikunnar.
En búum til dæmi. Meðalverð á miða er 15. þús. kr. og 85 nemendur eru fjarverandi vegna tónleikanna. Það gerir 1.275.000 kr. í kostnað. Gefið að með hverjum þremur nemendum sem sækja tónleikana sé einn fullorðinn. Það bætir við 420.000 kr. Samtals gera það tæplega 1,7 milljónir í aðgangeyri og er þá ótalinn annar kostnaður í ferðinni.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |