- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Senn lýkur skólaárinu 2019-2020 og nýtt tekur við. Fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólaárs. Skólastarf nemenda hefst 24. ágúst næstkomandi. Í lok september er skipulagsdagur starfsfólks og samtal heimilis og skóla. Í lok október og byrjun nóvember eru skipulagsdagar starfsfólks og haustfrí. Það er lengra frí nemenda en oft áður.
Litlu jólin eru þann 18. desember. Nemendur mæta aftur til starfa þann 5. janúar árið 2021. Já, þá verður komið árið tvöþúsundtuttuguogeitt. Eftir miðjan febrúar er samtal heimilis og skóla og vetrarfrí. Páskar verða með fyrri skipunum það árið. Skólalok er á dagskrá 4. júní.
Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið og skipuleggja sig í samræmi við það. Dagatalið má finna í stærri upplausn með því að smella á myndina hér að neðan.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |