- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum. Það er mikilvægt að halda vöku sinni og fara varlega þrátt fyrir fá smit á okkar svæði. Breytingar fela í sér að verja nemendur og starfsfólk og fækka smitleiðum. Við leggjum ríka áherslu að skólastarf nemenda taki eins litlum breytingum og kostur er. Sömuleiðis munum við efla sótthreinsun og þrif í skólanum og hefur hlutverk skólaliða aldrei verið eins mikilvægur hlekkur í skólastarfi og nú.
Hér fyrir neðan er samantekt til upplýsingar fyrir foreldra og nemendur um það helsta sem við erum að gera í Borgarhólsskóla þegar kemur að sóttvörnum.
Ef upp kemur smit í skólanum fer smitrakning í gang. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo til fjóra daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Allar upplýsingar koma frá skólanum ef til þessa kemur og munum við sjá til þess að foreldrar séu vel upplýstir í gegnum tölvupóst og öðrum leiðum ef þarf. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsfólk upplifi öryggi og viti að í Borgarhólsskóla er gætt er vel að sóttvörnum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |