- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Ný reglugerð um takmörk á samkomum vegna farsóttarinnar hefur tekið gildi. Hún hefur takmörkuð áhrif á hefðbundið skólastarf en áminning um mikilvægi persónulegra sóttvarna. Við reynum að haga skólastarfi þannig að takmarkanir hafi sem minnst áhrif á nemendur okkar.
Í grunnskólastarfi gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmark en nemendur þurfa ekki að bera andlitsgrímur. Starfsfólk þarf að bera grímu. Foreldrar og aðrir gestir skulu bera grímu sömuleiðis. Blöndun nemendahópa er heimili.
Við munum leggja aukna áherslu á þrif í skólanum.
Við mælumst til þess að nemendur sem sýna einkenni covid, s.s. kvefeinkenni, andþyngsli, kviðverki, niðurgang, uppköst og skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni séu heima og forðist samneyti við önnur börn. Við komuna í skólann skulu nemendur spritta hendur og huga að persónulegum sóttvörnum í hvívetna.
Eins og áður segir óskum við eftir því að nemendur í fjórða og fimmta bekk í smitgát séu heima þangað til seinna hraðpróf reynist neikvætt. En í morgun greindist nemandi í þessum hópi jákvæður samkvæmt hraðprófi. Nemendur þessa hóps fara í seinna hraðpróf á þriðjudag.
Það reynir á þolrifin, hlúum að okkur sjálfum og gleðjumst eins og við getum fyrir og með börnunum okkar. Við erum saman í þessu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |