- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Undanfarið hafa nemendur fyrsta bekkjar unnið með söguna Litla lirfan ljóta sem hluti af byrjendalæsisverkefni. Nemendur læra um valdar íslenskar plöntur og lesa bókinni Komdu og skoðaðu umhverfið. Þannig eru íslenska, stærðfræði, náttúru- og samfélagsfræði samþætt í kennslunni.
Í tilefni af alþjóðadegi líffræðilegs fjölbreytileika, sem er einmitt í dag, fóru nemendur í vettvangsrannsókn um skólalóðina í leit að pöddum og ormum. Afraksturinn var kannaður í víðsjá og með stækkunarglerjum. Nemendur sýndu verkefninu áhuga og fannst tilkomumikið að kanna lífríkið með þessum hætti.
Þau hæfniviðmið sem voru samþætt í þessum fjórum námsgreinum voru m.a. að nemendur kynnist völdum íslenskum plöntum, hljóta fræðslu og taka þátt í umræðum um helstu breytingar á sínu nánasta umhverfi eftir veðri og árstíðum, að þekkja grunnhugtök stæðfræðinnar s.s. yfir, undir, fyrir ofan, fyrir neðan, fyrir framan, fyrir aftan, á undan, á eftir, við hliðina á, á milli. Svo voru það íslenskumarkmiðin að þekkja bókstafina og hljóð þeirra og aðnotabilámilliorða.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |