- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur koma reglulega saman til bekkjarfundar í skólanum. Á dagskrá eru ýmis málefni, lausnaleit og upprifjun á verkefnum Jákvæðs aga. Nemendur annars bekkjar voru á sínum vikulega fundi þar sem nemendur og starfsfólk leituðu lausna á því hvar væri hægt að klifra á skólaóðinni. En nemendur hafa verið að klifra á ruslatunnum skólans sem eru einmitt staðsettar við lítinn klifurvegg eða á öðrum óæskilegum stöðum.
Sameiginlega komust nemendur að því að þeirri niðurstöðu að lausnin væri fólgin í því að fá fleiri leiktæki á skólalóðina. Til að koma þeirri lausn á framfæri og gera að sinni ósk skrifuðu nemendur Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra bréf þess efnis sem hún fékk afhent í dag.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |