Ert þú í 10. bekk og vilt sýna hvað í þér býr?

Viltu flýta fyrir þér í námi eða útskrifast af fleiri en einni braut? Stefnir þú á VMA? Þá gæti Matsönn 2013 verið eitthvað fyrir þig.

VMA mun áfram bjóða nemendum 10. bekkjar upp á svokallaða matsönn sem er tækifæri fyrir þá sem uppfylla ákveðin skilyrði sem sett eru, til að flýta fyrir sér í námi. Nemendur fá aðgang að ýmsum áföngum í fjarnámi VMA á vorönn sem gerir þeim kleift að hafa lokið ákveðnum fjölda eininga í upphafi náms í VMA haustið 2013. Nánari upplýsingar veita námsráðgjafar VMA og grunnskólanna.

Kynningarfundur fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn þeirra verður fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00 í M01, gengið inn að norðan.

Kynntu þér málið á heimasíðu VMA www.vma.is eða með því að senda póst á bensi@vma.is eða svava@vma.is

Umsóknarfrestur fyrir matsönn er til 10. janúar 2013.