Ferðalangur í heimsókn

Hér í Borgarhólsskóla hefur það færst  í aukana að í heimsókn komi fyrirlesarar og fræði nemendur...

Hér í Borgarhólsskóla hefur það færst  í aukana að í heimsókn komi fyrirlesarar og fræði nemendur. Síðastliðinn fimmtudag kom Agnes Árnadóttir og sagði nemendum á unglingastigi frá för sinni til Suður Ameríku. Ferðaðist hún ásamt Jónu Dagmar í fimm mánuði um álfuna og heimsóttu þær nokkur lönd álfunnar og skoðuðu marga merkilega staði eins og t.d. inkaborgina Machu Piccu. Í ferðinni kynntust þær ólíkri menningu þjóða og þjóðfélagshópa í álfunni og sáu þá miklu fátækt sem margir íbúar álfunnar búa við. Einnig komust þær í náin kynni við hið fjölskrúðuga dýralíf sem álfan hefur upp á að bjóða. Agnes kynnti í máli og myndum ferðalagið fyrir áhugasömum unglingum sem margir hverjir eru þegar komnir með á stefnuskrána að upplifa eitthvað þessu líkt. Við þökkum Agnesi kærlega fyrir komuna og stórskemmtilegan fyrirlestur.

JH