- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Heimilisfræði er eitt vinsælasta fagið í skólanum. Í skylduvalgreinum er rúmlega einn af hverjum þremur nemendum í heimilisfræði. Í kennslustund dagsins fengu nemendur það verkefni að útbúa fallegan fisk á disk. Nemendum var skipt í minni hópa þar sem reynir á samvinnu og sköpun. Hver hópur fékk grunnefni til að vinna með; þorskstykki, kartöflur, smjördeig, maísflögur, rauð- og vorlauk og gulrót. Auk þess hafði hver hópur aðgang að allskonar hráefnum, kryddi, sósugerðarefnum og öðrum bragðefnum.
Nemendur höfðu aðgang að matreiðslubókum og efni á netinu til að vökva hugmyndaflugið. Niðurstaðan var sannarlega áhugaverð og bragðgóð. Nemendur hafa gert fiskibollur, þriggja lita marmaraköku, pönnukökur og skinkuhorn svo dæmi séu tekin.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |