Á undanförnum árum hefur fjarnám verið að sækja í sig veðrið sem vinsæll námsvettvangur og sífellt fleiri nemendur sækja í það til að afla sér aukinnar menntunar...
Á undanförnum árum hefur fjarnám verið að sækja í
sig veðrið sem vinsæll námsvettvangur og sífellt fleiri nemendur sækja í það til að afla sér aukinnar menntunar. Fjarnám hefur
verið stundað við Borgarhólsskóla í samstarfi við Verkmenntaskólann á Akureyri í nokkur ár. Í fyrstu voru þetta 1-2
nemendur sem höfðu búið erlendis í lengri eða skemmri tíma og vildu halda tungumálakunnáttu sinn við. Síðan þá hefur
fjarnáminu vaxið fiskur um hrygg m.a. vegna breytinga á fyrirkomulegi samræmdra prófa, og hefur Fjölbrautaskólinn í Ármúla bæst
í hópinn. Í dag eru 18 nemendur skráðir í fjarnám í dönsku, náttúrufræði, norsku, stærðfræði og
þýsku. Auk þess er stór hópur nemenda skráður í framhaldsnám við Framhaldsskólann á Húsavík í
íslensku, stærðfræði og ensku. Þessir áfangar eru kenndir hér við skólann.
Tilgangur fjarnámsins er m.a. að:
-
Koma til móts við nemendur sem lokið hafa samræmdu lokaprófi og hafa staðist þær kröfur sem
gerðar eru í aðalnámskrá við lok grunnskóla í einstökum námsgreinum.
-
Koma til móts við nemendur sem sýnt hafa áhuga og getu til að takast á við ögrandi
viðfangsefni.
-
Viðhalda og auka þekkingu nemenda í viðkomandi fagi.
Fjarnám er mjög krefjandi nám og þurfa námsmenn að vera
sjálfstæðir og agaðir í vinnubrögðum til þess að standa sig. Því skiptir máli að skipuleggja sig í upphafi
námsins, fara inn á kennsluvefinn á hverjum degi, prenta út kennsluáætlanir í viðkomandi fagi, ætla sér ákveðinn
tíma við námið og standa skil á öllum verkefnum til þess að tryggja sér próftökurétt.
Fjarnámsnemendur hafa aðstöðu á bókasafni skólans og eru hvattir til að nýta sér aðstöðuna
þar. Almennt má reikna með því að tíminn sem þarf til fjarnámsins í hverri viku sé um það bil sú tala sem
út kemur þegar samtala valinna eininga er margfölduð með þremur. Vinna í STÆ 103 gæti því orðið 9 klst. á viku.
Þetta þarf að hafa í huga þegar áfangar eru valdir.
AH.