Nemendur í fjarnámi
Þann 1...
Þann 1. des. sl. þreyttu 6 nemendur úr 10. bekk próf í ensku 103 frá VMA. Þetta eru 4 drengir og 2 stúlkur. Krakkarnir luku allir
samræmdu prófi í ensku sl. vor og hafa stundað fjarnám frá VMA á haustönninni. Þau hafa nýtt bókasafn skólans til
þess að læra þegar bekkirnir þeirra eru í ensku. 7. des. tóku 2 drengir úr 10. bekk og einn úr 9. bekk próf í dönsku 102 og
stúlka og drengur úr 10. bekk tóku próf í norsku 103. Þessir krakkar hafa öll stundað fjarnám frá VMA í þessum fögum
á haustönninni. Ef fram fer sem horfir er mögulegt að þessir krakkar sem voru í norskunni og dönskunni ljúki stúdentsprófi í
Norðurlandatungumáli um leið og þeir ljúka grunnskóla.
Laugardaginn 9. des. tók stúlka úr 9. bekk stöðupróf í norsku og ef vel gengur er mögulegt að hún teljist einnig hafa lokið
stúdentsprófi í Norðurlandatungumáli áður en hún lýkur 9.bekk.
Fimmtudaginn 14. des. mun drengurinn úr 9. bekk sem tók próf í 102 í dönsku taka stöðupróf í dönskunni sem gæti leitt
til þess að hann teljist hafa lokið stúdentsprófi í dönsku áður en hann lýkur 9. bekk.
Þetta hefur það í för með sér fyrir þessa krakka að þegar þau koma í
framhaldsskóla eru þau búin með 5-6 einingar (sum þeirra jafnvel fleiri því stór hópur nemenda í 10. bekk er í
íslensku 103 og stærðfræði 103 sem eru kenndir í Borgarhólsskóla í samvinnu við FSH) og það getur gert þeim kleift að
ljúka stúdentsprófi eða öðru námi sem þau kunna að kjósa sér á skemmri tíma en talið er eðlilegt t.d. 3 1/2
ári í stað 4.
Þess má einnig geta að nokkrir starfsmenn skólans eru líka í prófalestri
þessa dagana. Einn starfsmaður skólans tók ensku- og dönskuprófið frá VMA með krökkunum og tvö önnur að auki.
Skólaliðarnir okkar sem stunda nám frá FSH tóku sálfræðipróf á föstudag og fóru í
félagsfræðipróf á mánudaginn. Og þá eru enn ótaldir nokkrir starfsmenn sem stunda meistaranám og eru á kafi í
prófalestri og verkefnavinnu.
Helena