- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Allar stofur verða opnar milli 8:15 og 14:00 og nemendur geta því valið sér hvar þeir vinna. Jafnframt hafa nemendur aðgang að þráðlausu neti og þeir því hvattir til að nýta sér síma, tölvur eða önnur tól vegna vinnu sinnar.
Nemendur fá áætlanir í hverri grein og þurfa að ljúka við efnið í síðasta lagi föstudaginn 27. mars. Þeir geta hins vegar ákveðið hvort þeir klári t.d. stærðfræðiáætlun strax á mánudegi eða skipti henni niður á hvern dag. Á miðvikudeginum eru þrír íþróttatímar í boði og hægt að velja einn eða alla. Þó þurfa nemendur að hafa í huga að þeir fá ekki aukatíma til að vinna önnur verkefni velji þeir alla þrjá íþróttatímana.
Sund og valgreinar halda sér að mestu samkvæmt stundatöflu. Nemendur 8. bekkjar fara allir saman í sund kl. 14
Þessi tilraun er gerð til að reyna að koma til móts við þarfir nemenda en einnig til að fá þá til að taka meiri ábyrgð á eigin námi. Einnig viljum við þróa lykilhæfni nemenda en í aðalnámskrá grunnskóla stendur:
Í lok vikunnar mun hver umsjónahópur hitta sinn umsjónakennara og vikan metin. Áætlun hvers og eins tekin til skoðunar. Farið er yfir vinnu og skipulag.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |