- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Keppnin hófst á því að Arnór Elí fór í upphýfingar og náði þar 33 sem var annar besti árangurinn í
riðlinum. Næst steig Jónína Rún á svið og gerði 25 armbeygjur sem var áttundi besti árangurinn í riðlinum. Arnór
Elí kom svo aftur og náði 30 dýfum sem var fjórði besti árangurinn. Jónína Rún kláraði svo einstaklinsþrautirnar
með því að hanga í 2:59 mín. sem var næst besti árangurinn. Fyrir hraðaþrautina var liðið í 3. sæti.
Í hraðaþrautina fóru svo Elma Rún og Sigvaldi Þór. Elma Rún byrjaði og Sigvaldi kom þar á eftir, þau náðu flottum
árangri þrátt fyrir að hafa fengið smá refsingu fyrir að Sigvaldi hafi ekki klárað kaðalinn, tíminn 3:11 mín. með 35 sek.
refsingu sem skilaði liðinu í sjötta sætið í þrautinni.
Liðið endaði því samanlagt í fimmta sæti sem er mjög góður árangur.
Við þökkum krökkunum í liðinu fyrir frábæra skemmtun og mikinn dugnað í æfingum í vetur og í keppninni sjálfri
í gær, þau voru skólanum til mikils sóma.
Þess má geta að lið Giljaskóla sigraði riðilinn og þar voru Sigfús Elvar, barnabarn Brynhildar Þráins kennara hér, og Númi
Kárason, sonur Kára Arnórs Kárasonar og Kristjönu Skúladóttur, fremstir í flokki. Við óskum þeim til hamingju.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |