Foreldrafélag Borgarhólsskóla

Stjórn foreldrafélagsins
Stjórn foreldrafélagsins
Ný stjórn Foreldrafélags Borgarhólsskóla tók til starfa í haust...
Ný stjórn Foreldrafélags Borgarhólsskóla tók til starfa í haust. Stjórn hefur haldið tvo vinnufundi, þar sem m.a. var farið yfir “Hlutverk bekkjarfulltrúa” og undirbúinn kynningarfundur fyrir þá. Kynningarfundurinn var síðan haldinn þann 31. október s.l.
Á fundinum með bekkjarfulltrúunum var ákveðið að taka þátt í fyrirlestri Stefáns Karls Stefánssonar um einelti, en þessi fyrirlestur var boðinn foreldrafélögum allra grunnskóla landsins. Á fundinum var einnig ákveðið að óska eftir fyrirlestri eða fræðslu frá lögreglunni á Húsavík og e.t.v. einnig lögreglunni á Akueyri, varðandi ýmis mál tengd unglingum. Stefnt er að slíkum fyrirlestri eftir áramót. Rætt var um útivistartíma barna og unglinga á fundinum og hversu mikilvægt er að allir foreldrar virði lög um útivistartíma.
Foreldrafélagið vill því beina þeim tilmælum til foreldra að virða útivistarreglurnar.
Fyrirlesturinn um einelti með Stefáni Karli var haldinn í sal Borgarhólsskóla þann 7. nóvember s.l. og mættu 43 á hann. Fyrirlesturinn var áhugaverður og skemmtilegur. Stefán Karl talaði m.a. um mikilvægi þess að hlusta á tilfinningar barna og að gefa fjölskyldunni tíma til að vera saman. Einnig nefndi hann geðorðin 10 sem góðar ábendingar fyrir alla. Elstu árgangar nemenda sáu fyrirlestur um einelti með Stefáni Karli sem sérstaklega var ætlaður nemendum.
 
 
 
Foreldrafélagið hvetur foreldra til virkrar þátttöku í starfi félagsins.
Allar ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar